Um okkur
PEERS félagsfærni var stofnað 2017 af þeim Guðrúnu Jóhönnu Benediktsdóttur iðjuþjálfa og Ingibjörgu Karlsdóttur félagsráðgjafa. Þær tvær eru leiðbeinendur á námskeiðunum.
Guðrún Jóhanna og Ingibjörg hafa réttindi sem leiðbeinendur í PEERS félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungt fólk, einnig Skóla – PEERS réttindi.
Guðrún Jóhanna byrjaði með PEERS námskeið í fjarkennslu vorið 2020 og eru fjarnámskeiðin fyrir aldurinn 10 – 34 ára, skipt í hópa eftir aldri. Guðrún Jóhanna hefur réttindi til að halda Telehealth PEERS námskeið í félagsfærni í fjarkennslu.
Haustið 2020 voru gefin út spil með ýmsum góðum leiðbeiningum til að minna krakkana á góðan liðsanda og góða framkomu í spilum og leikjum.

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir
iðjuþjálfi
Guðrún Jóhanna er með barna og unglinga hópana á staðarnámskeiðunum.
Einnig er hún með fjarnámskeiðin fyrir börn, unglinga, ungmenni og foreldrahópana á fjarnámskeiðunum.
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir iðjuþjálfi hefur víðtæka þekkingu og reynslu að vinna með börnum og unglingum. Guðrún Jóhanna hefur starfa sem iðjuþjálfi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans frá því 2012 og til dagsins í dag. Guðrún hefur unnið með lesblindum einstaklingum til margra ára, verið með yfir 60 PEERS námskeið í félagsfærni
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir er iðjuþjálfi, leiðbeinandi með PEERS félagsfærni námskeið og Davis-lesblinduráðgjafi. Hún er með réttindi sem leiðbeinandi í PEERS félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungt fólk, Skóla – PEERS einnig er hún með réttindi til að halda Telehealth PEERS námskeið í félagsfærni í fjarkennslu.
Árið 2004 stofnaði hún fyrirtækið Lesblinda ehf sem hefur starfað óslitið síðan. Guðrún Jóhanna útskrifaðist með BS í iðjuþjálfun árið 2012. Hún starfaði hjá Æfingastöð SLF og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þar sem hún er enn við störf. Á BUGL er Guðrún verkefnastjóri iðjuþjálfa. Veturinn 2012 – 2014 skipulagði Guðrún Jóhanna og stýrði námskeiðinu „ég dansa það af mér“ en það er ætlað unglingum sem búa við erfiðar aðstæður.
Árið 2017 var Lesblindu ehf breytt í Félagsfærni – Lesblinda ehf þegar Guðrún fór af stað með PEERS námskeið í félagsfærni.
Árið 2020 fór Guðrún af stað með PEERS námskeið í fjarkennslu, einnig hannað Guðrún spil sem eru hugsuð til að minna börn og unglinga á liðsanda reglur.
Árið 2021 var nafni fyrirtækisins breytt í Lífsbrunnur ehf, þegar Guðrún fór af stað með iðjuþjálfun, félagsfærni námskeið og lesblindu námskeið á stofu og í fjarkennslu.
Lífsbrunnur ehf bíður upp á fjölbreytta þjónust allt eftir þörfum notanda, PEERS félagsfærni námskeið, námskeið fyrir lesblinda, ráðgjöf, fræðsla, samtöl, skynúrvinnslumat og ráðgjöf, mat á færni til að takast á við athafnir daglegs lífs, dagleg rútína, skipulag, áhugmál, vinir, fjölskylda, vinnu og skóla.
Markmið Lífsbrunns er að einstaklingur aukið lífsgæði sín og geti tekið þátt í samfélaginu út frá eigin forsendum.
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir er með staðfestingu frá Embætti landlæknis til að starfa sjálfstætt sem iðjuþjálfi og til að veita fjarheilbrigðisþjónustu.



Ingibjörg Karlsdóttir
Félagsráðgjafi
Ingibjörg sér um foreldrahópana á staðarnámskeiðum, barna og unglinga.
Ingibjörg Karlsdóttir er félagsráðgjafi, lýðheilsufræðingur MPH og yogakennari. Hún starfaði í 12 ár hjá Reykjavíkurborg sem félagsráðgjafi við barnavernd, forvarnir og þróunarstarf. Hún var formaður ADHD samtakanna í 9 ár. Hún hóf störf á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans 2011 og hefur starfað þar síðan. Ingibjörg er höfundur að bókinni ADHD og farsæl skólaganga í samvinnu við ADHD samtökin en Námsgagnastofnun gaf bókina út árið 2013, sjá nánar á https://mms.is/namsefni/adhd-og-farsael-skolaganga-handbokrafbok.
Ingibjörg hefur í samstarfi við Sigrúnu Harðardóttur lektor við félagsráðgjafardeild HÍ rannsakað stuðning við börn með námserfiðleika í grunnskólum. Einnig hefur Ingibjörg tekið þátt í rannsóknum á áhrifum þarmaflóru á geðheilsu barna í samstarfi við fjölda sérfræðinga bæði innan og utan BUGL.
Fyrir hönd BUGL stóð Ingibjörg fyrir að fá PEERS Training námskeið fyrir fagaðila til Íslands í desember 2015 í samvinnu við fleiri stofnanir. Síðan hafa verið haldin í allt fjögur PEERS Training námskeið fyrir fagaðila í samstarfi við Endurmenntun HÍ, þar á meðal PEERS Training námskeið í Skóla – PEERS í samstarfi við Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Ingibjörg er í stýrihóp PEERS á Íslandi.



Rósa Gunnsteinsdóttir
IÐJUÞJÁLFI OG FJÖLSKYLDUFRÆÐINGUR
Rósa sér um foreldrahópana á staðarnámskeiðum, barna og unglinga.
Rósa Gunnsteinsdóttir er iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu af vinnu með börnum, fullorðnum og fjölskyldum.
Rósa hóf störf 2009 sem iðjuþjálfi í Síðuskóla á Akureyri eftir að hafa lokið iðjuþjálfanámi við Háskólann á Akureyri. Árið 2010 hóf Rósa starf á geðdeild Landspítalans, fyrst á Barna- og unglingageðdeild til loka árs 2016 en þá hóf hún störf á geðendurhæfingardeild Kleppi og er þar starfandi í dag.
Hún hefur meðal annars unnið í FMB-teymi LSH og Fyrirburaeftirlits-teymi LSH en er í dag í átröskunarteymi LSH.
Á árunum 2013 – 2022 kom Rósa að aðstandenda námskeiðum fyrir börn og unglinga hjá Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, ýmist sem leiðbeinandi eða í afleysingu.
Rósa útskrifaðist sem fjölskyldufræðingur 2016 og lauk MA í fjölskyldumeðferð 2021. Hún fékk staðfestingu frá Embætti Landlæknis til að starfa sjálfstætt 2017 og hefur frá þeim tíma unnið sem verktaki á Domus Mentis Geðheilsustöð sem fjölskyldufræðingur og iðjuþjálfi.
Árið 2018 fékk Rósa réttindi til að halda PEERS® námskeið í félagsfærni og hefur reglulega haldið PEERS námskeið fyrir 18 ára og eldri á LSH auk þess að leysa af á PEERS námskeiðum fyrir börn og unglinga.



Auður Hafsteinsdóttir
Iðjuþjálfi
Auður sér um foreldrahópana á staðarnámskeiðum, barna og unglinga.
Auður er iðjuþjálfi hefur víðtæka þekkingu og reynslu af vinnu með unglingum, fullorðnum einstaklingum og aðstandendum.
Auður hóf störf árið 1995 sem iðjuþjálfi/yfiriðjuþjálfi á Landspítala Háskólasjúkrahúsi til dagsins í dag. Á þessum 28 árum hefur Auður sinnt ýmsum störfum sem iðjuþjálfi/yfiriðjuþjálfi á Landspítala. Hef sinnt klínisku starfi á flest öllum bráðdeildum landspítalans á Hringbraut og Fossvogi s.s. Öldurnar-, Bæklun-, barn-, hjartadeild og bráðamóttöka. Hef auk þess tekið að sér ýmis verkefni og ábyrgðarstörf ásamt því að að innleiða breytingar, stefnumótun og þróa á störfum iðjuþjálfa á Landspítala. Starfað í 4 ár sem iðjuþjálfi og verkefnastjóri í Útskriftar- og öldrunarteymi Lanspítala Fossvogi. Tók þátt í tveggjar ára tilraunarverefni í Sérhæfðu heimateymi fyrir veika aldraða á Landspítal í Fossvogi, samstarfsverkefni Landspítala og miðstöð Heimahjúkrunar í Reykjavík.
Árið 2008 hóf Auður störf sem Forstöðuiðjuþjálfi /yfiriðjuþjálfi í geðþjónustu Landspítala með ábyrgð á
eftirfarnd starfstöðvum iðjuþjálfa á Kleppi, Hringbraut, Laugarás meðferðargeðdeild og Barna – og unglingageðdeild (BUGL). Ásamt því að sinna klíníksu starfi á ýmsum deildm, teymum í geðþónustu og hópastarf á BUGL.
Á árunum 2014 – 2022 starfaði Auður í Liðveislu hjá Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ 6 ár með 3 einstaklinga á aldrinum 19 – 37 ára. Félagsleg liðveisla hefur það markmið að rjúfa félagslega einangrun og styrkja fólk til þátttöku í menningar og félagslífi.
Auður útskrifiðastið 1995 með Diploma í iðjuþjálfun frá Hälsohögskolan í Jönköping Svíþjóð. Lauk síðan sérskipulagt Bs nám í iðjuþjálfun frá Háskólinn á Akureyri 2004. Tók Diploma nám í Verkkefnastjórnun og leiðtogaþálfun 2014 frá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Árið 2018 fékk Auður réttindi til að halda PEERS® námskeið í félagsfærni og hefur reglulega haldið PEERS námskeið fyrir 18 ára og eldri á Landspítalanum.
Árið 2021 fékk Auður réttindi til að halda námskeið Bjargráðakerfið Björg (Skills system) í tilfinningastjórnun sem var þróað af Dr. Julie F. Brown og byggist á aðferðarfærði díalektrískrar atferlisaðferðar (DAM) og hefur reglulega haldið námskeið síðan þá.



Anna Tara Andrésdóttir
Doktorsnemi
Anna Tara er aðstoðarmanneskja í símaskimunum.
Anna Tara Andrésdóttir er doktorsnemi við Háskólann í Barcelona með sérstaka áherslu á konur með ADHD.
Hún hefur lokið BS gráðu í sálfræði og viðbótardiplóma í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands ásamt mastersgráðu í rannsóknum í hegðun og hugarstarfsemi frá Háskólanum í Barcelona.
Hún brennur fyrir málefnum ADHD því hún skilur vel hversu mikil áhrif ADHD getur haft á líf fólks. ADHD er meðhöndlanlegasta röskunin sem til er og því er mikilvægt að veita fólki þau bættu lífsgæði sem það eiga skilið.



Jórunn Steinsson
Sjúkraliði
Jórunn er aðstoðarmanneskja í barna og unglingahópum, bæði á staðarnámskeiðum og fjarkennslunámskeiðum.
Jórunn Steinsson er sjúkraliði með yfir 15 ára reynslu. Lengst af í umönnun þyngstu tilfella heilabilaðra á öllum aldri sem og 10 ára í NPA þjónustu við einstaklinga með þroskaskerðingar, einhverfuróf, geðfatlanir og hreyfihamlanir sem geta þegið aðstoð við allar daglegar athafnir og störf heima við.
Einnig hefur hún unnið á dagvistun barna og ungmenna með fjölþættar þroskaskerðingar og við liðveisluúrræði.
Jórunn hefur unnið sem aðstoðarmanneskja á PEERS félagsfærni námskeiðum síðan 2021, bæði á staðarnámskeiðum og fjarkennslu námskeiðum.



Gunnur Elísa Þórisdóttir
BSc í iðjuþjálfun
Gunnur hefur reynslu að vinna með fólki á öllum aldri. Hún vann í ummönun og aðhlyningu fullorðna og aldraða í 3 ár. Gunnur hefur einnig mikla reynslu að vinna með börnum en síðastliðin 2 ár hefur hún starfað sem aðstoðarmaður iðjuþjálfa á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.
Gunnur hefur mikinn áhuga að starfa með börnum og ungmönnum og valdi það sem áherslusviðið sitt í náminu.
Núna í vor lauk hún BSc í iðjuþjálfunarfræði við Háskólan á akureyri með frábærum námsárangri.



Helga Jóna Guðjónsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
Helga Jóna er aðstoðarmanneskja í barna og unglingahópum í fjarkennslu, einnig sér hún um símaskimanir fyrir fjar- og staðarhópa.
Helga var aðstoðarmanneskja á PEERS félagsfærni staðarnámskeiðum árin 2017 – 2018.
Helga Jóna útskrifaðist með BSc í Hjúkrunarfræði, júní 2019 frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur starfaða á Landspítalanum, barnadeild og bráðadeild. Einnig hefur hún unnið í Svíþjóð á öldrunarheimili og heilsugæslu.