Um okkur

PEERS félagsfærni var stofnað 2017 af þeim Guðrúnu Jóhönnu Benediktsdóttur iðjuþjálfa og Ingibjörgu Karlsdóttur félagsráðgjafa. Þær tvær eru leiðbeinendur á námskeiðunum.

Guðrún Jóhanna og Ingibjörg hafa réttindi sem leiðbeinendur í PEERS félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungt fólk, einnig Skóla – PEERS réttindi. 

Guðrún Jóhanna byrjaði með PEERS námskeið í fjarkennslu vorið 2020 og eru fjarnámskeiðin fyrir aldurinn 10 – 34 ára, skipt í hópa eftir aldri. Guðrún Jóhanna hefur réttindi til að halda Telehealth PEERS námskeið í félagsfærni í  fjarkennslu.

Haustið 2020 voru gefin út spil með ýmsum góðum leiðbeiningum til að minna krakkana á góðan liðsanda og góða framkomu í spilum og leikjum.

Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir

iðjuþjálfi

Guðrún Jóhanna  er iðjuþjálfi og Davis-lesblinduráðgjafi. Árið 2004 stofnaði hún fyrirtækið Lesblinda ehf sem hefur starfað óslitið síðan. Guðrún Jóhanna útskrifaðist með BS í iðjuþjálfun árið 2012. Hún starfaði hjá Æfingastöð SLF og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þar sem hún er enn við störf. Á BUGL er Guðrún verkefnastjóri iðjuþjálfa. Veturinn 2012 – 2014 skipulagði Guðrún Jóhanna og stýrði námskeiðinu „ég dansa það af mér“ en það er ætlað unglingum sem búa við erfiðar aðstæður. 

Árið 2017 var Lesblindu ehf breytt í Félagsfærni – Lesblinda ehf þegar Guðrún fór af stað með PEERS námskeið í félagsfærni ásamt Ingibjörgu Karlsdóttur.

Árið 2020 fór Guðrún af stað með PEERS námskeið í fjarkennslu.

Ingibjörg Karlsdóttir

Félagsráðgjafi

Ingibjörg Karlsdóttir er félagsráðgjafi, lýðheilsufræðingur MPH og yogakennari. Hún starfaði í 12 ár hjá Reykjavíkurborg sem félagsráðgjafi við barnavernd, forvarnir og þróunarstarf. Hún var formaður ADHD samtakanna í 9 ár. Hún hóf störf á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans 2011 og hefur starfað þar síðan. Ingibjörg er höfundur að bókinni ADHD og farsæl skólaganga í samvinnu við ADHD samtökin en Námsgagnastofnun gaf bókina út árið 2013, sjá nánar á https://mms.is/namsefni/adhd-og-farsael-skolaganga-handbokrafbok.

Ingibjörg hefur í samstarfi við Sigrúnu Harðardóttur lektor við félagsráðgjafardeild HÍ rannsakað stuðning við börn með námserfiðleika í grunnskólum. Einnig hefur Ingibjörg tekið þátt í rannsóknum á áhrifum þarmaflóru á geðheilsu barna í samstarfi við fjölda sérfræðinga bæði innan og utan BUGL.

Fyrir hönd BUGL stóð Ingibjörg fyrir að fá PEERS Training námskeið fyrir fagaðila til Íslands í desember 2015 í samvinnu við fleiri stofnanir. Síðan hafa verið haldin í allt fjögur PEERS Training námskeið fyrir fagaðila í samstarfi við Endurmenntun HÍ, þar á meðal PEERS Training námskeið í Skóla – PEERS í samstarfi við Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Ingibjörg er í stýrihóp PEERS á Íslandi.