PEERS námskeið í félagsfærni

fyrir ungt fólk á aldrinum 16-34 ára

Á PEERS námskeiði í félagsfærni er markmiðið að:
• Aðstoða ungt fólk við að þróa og viðhalda vinskap
og ástarsamböndum.
• Höndla ágreining og höfnun jafnaldra.
• Kenna viðurkennda félagsfærni.
• Aðstoða ungt fólk við að finna sér vini og ástvini.
• Aðstoða ungt fólk í gegnum félagslega þjálfun.
• Aðstoða ungt fólk til að öðlast sjálfstæði í félagslegum samskiptum.

Um námskeiðið:                                                                                          Námskeiðin eru fyrir bæði ungt fólk og foreldra / félagsþjálfa og er unnið með sama eða svipað efni samtímis í sinn hvorum hópnum. Tekið er fyrir efni samkvæmt PEERS handbók.

Ungmennahópnum er kennt í gegnum beinar leiðbeiningar, samræður, hlutverkaleiki, myndbönd og heimaverkefni. Foreldrum / félagsþjálfum er kennt að leiðbeina ungmennum með því að farið er yfir heimaverkefni í hverjum tíma og fylgt vel eftir hvernig hvert og eitt foreldri / félagsþjálfi leiðbeinir ungu fólki heima. 

Unnið er út frá styrkleikum og áhugasviði hvers ungmennis. Í lok hvers tíma koma hóparnir tveir saman í 10 – 15 mínútur og heimaverkefni eru skipulögð í sameiningu. Síðasti tíminn er útskrift og þá eru veitt verðlaun og afhent viðurkenningarskjöl.

Næstu námskeið:                                                                                              PEERS námskeið í félagsfærni fyrir ungt fólk 16 – 34 ára er vikulega í 15 skipti í 75 mínútur hvert skipti. Námskeiðin byrja á hverju ári í janúar, mars og ágúst.

Sendið okkur tölvupóst á felagsfaerni@felagsfaerni.is eða fyllið út skráningarform hér fyrir neðan og sendið, þá setjum við ungmennið á biðlista fyrir næstu námskeið. Símaskimunarviðtöl eru tekin við ungmenni í desember, febrúar og júlí á hverju ári. Síðan er ungmenni ásamt foreldrum eða félagsþjálfa boðað í inntökuviðtal í janúar, mars eða ágúst. Inntökuviðtal tekur um 30 mínútur. 

Í hverjum hóp eru 8 – 12 ungmenni. Foreldrar þeirra eða félagsþjálfi eru samtímis í öðrum hóp. 

Reynslusaga af dreng

Við mæðginin erum búin að fara á þetta frábæra námskeið og erum alsæl. 

Sonur minn er á einhverfurófi og varð m.a. fyrir slæmu einelti í grunnskóla.  Hann hefur glímt við mikla félagsfælni og einangrun í mörg ár, stundar ekki skóla eða vinnu og ekkert félagslíf.  Hann lærði heilmikið á námskeiðinu og hefur aðlagað að sínum venjum. 
Við finnum og sjáum heilmikinn mun á honum og eru ættingjar og vinir farnir að tala um það líka. Einnig eignaðist hann vini og kunningja sem hann er nú þegar farinn að vera í samskiptum við og hitta, sem vonandi eykst bara þegar fram í sækir. 

Eftir námskeiðið förum við bjartsýnni og öflugri inn í framtíðina enda nýtist þetta efni allri fjölskyldunni áfram bæði í samskiptum okkar á milli og í daglegum störfum.  Ef barnið ykkar er að glíma við svipaðar áskoranir og barnið okkar mæli ég alveg klárlega með þessu námskeiði. 

Bestu þakkir fyrir okkur Guðrún Jóhanna og Ingibjörg og allir sem komu
að námskeiðinu.

Leiðbeinendur:
Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH með foreldrahópinn.
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir iðjuþjálfi með barna- og unglingahópinn.
Báðir leiðbeinendur hafa setið PEERS námskeið til réttinda fyrir fagfólk.

Sendið fyrirspurnir á: felagsfaerni@felagsfaerni.is
eða hafið samband í gsm, Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir 822-0910 og Ingibjörg Karlsdóttir 863-6394.

Skráning