PEERS námskeið í félagsfærni í fjarkennslu

fyrir börn, unglinga og ungmenni með félagslega erfiðleika, einhverfu, ADHD, kvíða og þunglyndi

Á PEERS námskeiði í félagsfærni er markmiðið að:
• Barn, unglingur eða ungmenni læri að eignast vini og halda þeim.
• Foreldri læri að styðja barnið, unglinginn eða ungmennið í að finna sér viðeigandi vini.
• Foreldri læri leiðir til að styrkja færni barns, unglings eða unmennis  við að eignast nýja vini.
• Foreldri læri leiðir til að efla félagslegt sjálfstæði barns, unglings eða ungmennis.

Aðalstyrkleiki félagsfærniþjálfunar PEERS er að námskeiðið er fyrir bæði börn, unglinga, ungmenni og foreldra þeirra eða félagsþjálfa. Foreldrar / félagsþjálfar læra hvernig þeir geta haldið áfram og fylgt eftir félagsfærniþjálfun barns, unglings eða ungmennis eftir að námskeiðinu lýkur.

Um námskeiðið:                                                                                          Námskeiðið er fyrir börn, unglinga eða ungmenni og foreldra þeirra eða félagsþjálfa og er unnið með sama eða svipað efni í sinn hvorum hópnum. Tekið er fyrir efni samkvæmt PEERS handbók og unnið er með sama eða svipað efni í barna-, unglinga- og ungmennahópnum og foreldra- / félagsþjálfahópnum. Barna-, unglinga- og unmennahópnum er kennt í gegnum beinar  leiðbeiningar, samræður, hlutverkaleiki, myndbönd og heimaverkefni.

Foreldrum/ félagsþjálfum er kennt að vera félagsþjálfi barns, unglings  eða ungmennis, með því að farið er yfir heimaverkefni í hverjum tíma og fylgt vel eftir hvernig hvert og eitt foreldri / félagsþjálfi leiðbeinir sínu barni, ungling eða ungmenni heima.

Unnið er út frá styrkleikum og áhugasviði hvers barns, unglings eða ungmennis.  Síðasti tíminn er útskrift og afhending verðlauna og viðurkenningarskjala.

Næstu námskeið:

PEERS námskeið í félagsfærni fyrir börn og unglinga er vikulega í 13 skipti í 75 mínútur hvert skipti. PEERS námskeið í félagsfærni fyrir ungt fólk er vikulega í 15 skipti í 75 mínútur hvert skipti. Námskeiðin byrja á hverju ári í janúar, mars og í ágúst.

Sendið okkur tölvupóst á gudrun@felagsfaerni.is eða fyllið út skráningarform hér fyrir neðan og sendið, þá setjum við barnið, unglinginn eða ungmenni á biðlista fyrir næstu námskeið í fjarkennslu.

Inntökuviðtöl eru tekin í desember, febrúar og júlí á hverju ári. Inntökuviðtal tekur um 30 til 45 mínútur.

Í hverjum hóp er 8 – 12 börn, unglingar eða ungmenni. Foreldrar / félagsþjálfar þeirra eru í öðrum hóp. Fjarkennsla með börnum, unglingum eða ungmennum annars vegar og foreldrum / félagsþjálfa hins vegar fer fram á sama degi en ekki á sama tíma. Raðað er í hópa eftir aldri.

Þessi reynslusaga er reynsla af fjarkennslu

Strákurinn minn sem er bara 10 ára er með áfallastreitu, kvíða og ADD og hefur því átt mjög erfitt með að leika við aðra krakka og þá sérstaklega annars staðar en heima hjá okkur.  Það er fullt af krökkum sem vilja leika við hann en hann vill ekki leika við þau.  Hann hefur ekki þolað óvissuna um hvað þau séu að fara að gera og að leikurinn gæti tekið óvænta stefnu. 

Mjög fljótlega eftir að hann byrjaði á PEERS námskeiðinu fórum við að sjá mun á geðslaginu hjá honum, hann var glaðari og jákvæðari þó svo hann væri ekki tilbúinn að fara að leika strax.  Við vorum í góðu samstarfi við foreldra bestu vina hans þegar kom að því að skipuleggja hittinga og gengu þeir mjög vel og vinir hans tilbúnir í að hjálpa honum. 

Þegar námskeiðinu var lokið vorum við komin með allt annað barn í hendurnar.  Hann var mikið glaðari og öruggari, farinn að leika á fullu (ekkert mál að segja honum að finna einhvern að leika við, áður þá fór hann bara að gráta úr kvíða). Hann leikur bæði heima og heima hjá vinum sínum, úti og á daginn og á kvöldin og tilbúinn að prófa að gera eitthvað nýtt sem vinirnir stinga upp á, hluti sem hann hefur algjörlega neitað að gera hingað til eins og að fara í fótbolta.  Núna man hann ekki eftir því hvernig hann var því þetta er orðið honum svo eðlislægt. 

Við vitum auðvitað að það geta komið bakslög eins og gerist hjá þeim sem eru með kvíða, en núna erum við komin með verkfærin í hendurnar og grípum þau þegar erfiðleikar banka upp á.  Ég gæti ekki dásamað þetta námskeið og Guðrúnu meira og mæli með því við alla sem eiga við félagslega erfiðleika að stríða. 

Það er enginn að fara að tapa á því að fara á námskeiðið, bara að græða.

Umsögn:

Það sem Peers hefur gert fyrir minn strák>

Hann er rólegri og öruggari í samskiftum, sjàlfstraustið hefur vaxið og hann er farinn að tala í síma, það sem hann hefur aldrei þolað og hafa frumkvæði á ýmsu eins og til dæmis að biðja um að fá að lesa í skólanum

.

Umsögn:

Takk kærlega fyrir þetta frábæra náskeið og að maður gat verið heima við.
Mæli með þessu námskeiði fyrir alla. Ég lærði helling af þessu ef ekki
bara jafn mikið og dóttir mín.
ást og friður á þessum skrítnum tímum

Leiðbeinendur:
Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH með foreldrahópinn.
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir iðjuþjálfi með barna- og unglingahópinn.
Báðir leiðbeinendur hafa setið PEERS námskeið til réttinda fyrir fagfólk.

Sendið fyrirspurnir á: felagsfaerni@felagsfaerni.is
eða hafið samband í gsm, Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir 822-0910 og Ingibjörg Karlsdóttir 863-6394.

Skráning