PEERS námskeið í félagsfærni
fyrir börn á aldrinum 9-12 ára með félagslega erfiðleika, einhverfu, ADHD, kvíða og þunglyndi
Á PEERS námskeiði í félagsfærni er markmiðið að:
• Barnið læri að eignast vini og halda þeim.
• Foreldri læri að styðja unglinginn í að finna sér viðeigandi vini.
• Foreldri læri leiðir til að styrkja færni barnsins við að eignast nýja vini.
• Foreldri læri leiðir til að efla félagslegt sjálfstæði barnsins.
Aðalstyrkleiki félagsfærniþjálfunar PEERS er að námskeiðið er fyrir bæði börn og foreldra þeirra. Foreldrar læra hvernig þeir geta haldið áfram og
fylgt eftir félagsfærniþjálfun barnsins eftir að námskeiðinu lýkur.
Um námskeiðið:
Námskeiðið er fyrir bæði börn og foreldra og er unnið með sama eða svipað efni samtímis í sinn hvorum hópnum. Tekið er fyrir efni samkvæmt PEERS handbók. Barnahópnum er kennt í gegnum beinar leiðbeiningar, samræður, hlutverkaleiki, myndbönd og heimaverkefni.
Foreldrum er kennt að vera félagsþjálfi barnsins með því að farið er yfir heimaverkefni í hverjum tíma og fylgt vel eftir hvernig hvert og eitt foreldri leiðbeinir sínu barni heima.
Unnið er út frá styrkleikum og áhugasviði hvers barns. Í lok hvers tíma koma hóparnir tveir saman í 10 – 15 mínútur og heimaverkefni eru skipulögð í sameiningu. Síðasti tíminn er útskrift og þá er afhending viðurkenningarskjala og veitt verðlaun.
Næstu námskeið:
PEERS námskeið í félagsfærni er vikulega í 14 skipti í 90 mínútur hvert skipti. Námskeiðin byrja á hverju ári í byrjun febrúar og í byrjun september.
Sendið okkur tölvupóst á felagsfaerni@felagsfaerni.is eða fyllið út skráningarform hér fyrir neðan og sendið, þá setjum við barnið á biðlista fyrir næstu námskeið. Símaskimunarviðtöl eru tekin í janúar og ágúst á hverju ári. Síðan er barn ásamt foreldrum boðað í inntökuviðtal í lok janúar eða lok ágúst. Inntökuviðtal tekur um 30 mínútur.
Í hverjum hóp eru 8 – 10 börn. Foreldrar þeirra eru samtímis í öðrum hóp. Raðað er í hópa eftir aldri barna.

Reynslusaga af dreng
Takk kærlega fyrir frábært námskeið. Við foreldrar Nonna (dulnefni) höfðum virkilega áhyggjur af honum eftir gríðarlega erfiða byrjun í skólanum síðasta haust. Var skólagangan fyrir jól vægast sagt erfið og ætluðum við m.a. að skipta um skóla.
Tilvonandi skóli vildi svo ekki taka við Nonna þegar til kastanna kom. Ég fór þá að skoða hvað væri í boði fyrir krakka sem áttu erfitt með félagsfærni. Eftir smá grúsk komst ég að því að PEERS væri málið og að þetta væri „evidenced based method“ frá UCLA. Fannst mér það því satt best að segja hafa verið algjör himnasending þegar ég sá að þið voruð að fara að bjóða upp á námskeið fyrir Nonna aldurshóp.
Til að gera langa sögu stutta þá finnst okkur Nonni hafa tekið gríðarlegum framförum. Árekstrar í skólanum sem voru liggur við daglegt brauð heyra nú sögunni. Hann kemur oftar en ekki með vini heim úr skólanum. Nýir félagar birtast heima hjá okkur. Hann fer út að leika eftir skóla o.s.frv. Það er hringt í símann hans. Þetta er satt best að segja bara allt annað líf. Við eigum núna tæki og tól að halda áfram að bæta þá þætti sem má laga. Bara sú tilhugsun léttir manni lífið – það að hafa eitthvað í höndum.
Nútíð og framtíð Nonna er nú svo miklu bjartari en hún var fyrir hálfu ári síðan. Takk kærlega fyrir frábært námskeið
Leiðbeinendur:
Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi og lýðheilsufræðingur MPH með foreldrahópinn.
Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir iðjuþjálfi með barna- og unglingahópinn.
Báðir leiðbeinendur hafa setið PEERS námskeið til réttinda fyrir fagfólk.
Sendið fyrirspurnir á: felagsfaerni@felagsfaerni.is
eða hafið samband í gsm, Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir 822-0910 og Ingibjörg Karlsdóttir 863-6394.