Hvað er PEERS

PEERS er námskeið í félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungt fólk með félagslega erfiðleika, einhverfu, ADHD, kvíða og þunglyndi, ásamt foreldrum þeirra eða félagsþjálfum. PEERS er gagnreynt námskeið fyrir unglinga og ungmenni með einhverfu og ADHD.        PEERS stendur fyrir Program for the Education and Enrichment of Relational Skills.

Aðalstyrkleiki félagsfærniþjálfunar PEERS er að námskeiðið er fyrir bæði börn, unglinga eða ungt fólk og foreldra þeirra eða félagsþjálfa og læra foreldrar eða félagsþjálfar hvernig þeir geta haldið áfram og fylgt eftir félagsfærniþjálfun barnanna, unglinganna eða unga fólksins eftir að námskeiðinu lýkur.

KYNNINGARGLÆRUR UM PEERS​

og rannsókn á árangri PEERS á Íslandi

Fréttir

Skrefinu lengra

Viðtal við Ingibjörgu Karlsdóttur og Guðrúnu Jóhönnu Benediktsdóttur um PEERS félagsfærni.

Viðtal við Ingibjörgu Karlsdóttur um PEERS námskeið í félagsfærni.

Nýlega var rætt við Guðrúnu Jóhönnu Benediktsdóttur, iðjuþjálfa og leiðbeinanda í PEERS, um reynslu af fjarkennslu, í tímaritinu Health Europa.

Lesa hér

Ísland skorar lægst í Evrópu í félagsfærni barna. 
Viðtal við Ingibjörgu Karlsdóttur um félagsfærni barna.